Viktor Orri Emilsson

  • Viktor Orri Emilsson
  • Viktor Orri Emilsson

Viktor Orri Emilsson 24 ára keppandi í Sportfitness karla sem æfir undir leiðsögn „meistara Benjamíns Þórs“.

Viktor Orri keppti fyrst á Bikarmótinu síðastliðið haust og lenti þar í þriðja sæti. Fyrir utan líkamsræktina hefur Viktor Orri áhuga á fótbolta, körfubolta og snjóbrettaiðkun. Hann á að auki lítinn sætan Yorkshire hund.

Í Trimforminu hjá okkur er Viktor Orri helst að vinna með brennslu en þess á milli tekur hann líka góða „húðun“. Viktor Orri verðlaunar sig jafnan eftir góða æfingu með einum ísköldum próteinshake. Til að ná góðri afslöppun finnst honum best að liggja í rúminu með tærnar upp í loftið og horfa á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu.

Úr vöndu er að ráða þegar uppáhaldsmatinn ber á góma enda margt sem kemur til greina, pizzan klikkar þó sjaldan. Draumaferðalagið er góð og skemmtilega heimsreisu. Annars er Viktor Orri mjög vanafastur og á það til að fara alveg í kerfi ef eitthvað bregður út af í rútínunni hjá honum.