Unnur Valdís Haraldsdóttir

  • Unnur Valdís Haraldsdóttir

Elskar að ögra sjálfri sér

Unnur er 35 ára og keppti í fyrsta sinn á Bikarmótinu síðasta haust. Hún æfir undir leiðsögn Elmu Grettisdóttur og keppir í flokki +35 ára.

Unnur á þrjú yndisleg börn 13,15 og 17 ára. Að auki á hún þrjár American Cocker tíkur og nýtur þess helst að ferðast, stunda útivist, borða góðan mat og vera með börnunum.

Í Trimminu hefur Unnur verið að blanda saman brennslu, styrkingu og húðmeðferð. Unnur Valdís leyfir sér að taka einn „svindldag“ í viku en passar sig þó halda því innan skynsemismarka. Eftir æfingar mælir unnur með því að fara í sauna og njóta þess að slaka á heimavið t.d. með því að horfa á góða mynd.

Uppáhalds maturinn eru sætar kartöflur með kanil. Ofarlega á lista eru einnig humar og nautakjöt en Unnur er svo heppin að eiga góða að sem oft elda gómsætan mat. Unni dreymir um að ferðast til Ástralíu og Róm er einnig á listanum yfir borgir sem hún vill heimsækja.

Unnur er ljón með stóru L-i, lýsir sér sem þrjóskri og er lítið fyrir að gefast upp. Hún elskar að ögra sjálfri sér er ánægð með lífið og afar þakklát fyrir allt sem hún á. Svo er hún líka mikill bakarameistari og við höfum svo sannarlega fengið að njóta þess þegar hún mætir til okkar.

Við þökkum Unni fyrir spjallið og hlökkum til að sjá ljónið á sviðinu um Páskana