Um Trimform

Hvað er Trimform?

Trimform er tækni sem byggir á raförvun.  Sérstakar blöðkur sem festar eru á húð leiða rafboð úr tækinu.  Rafboðin örva taugaenda og valda vöðvasamdrætti.  Trimformtækin eru framleidd í Danmörku og hafa fyrir löngu sannað gildi sitt sem öflug heilsueflingartæki.

Trimform sem líkamsrækt?

Þegar raförvun er notuð til að mynda vöðvasamdrátt á sér stað vöðvavinna sem er sú sama og þegar ákveðin tegund líkamsræktar er stunduð.  Raförvunartækni er mikið notuð í alls kyns heilsueflingu.  Bæði til að byggja upp vöðvavef, brenna fitu og til að örva blóðflæði.  Almennt er mælt með því að fólk sæki í fjölbreytta hreyfingu eftir getu og við mælum einnig með því fyrir okkar viðskiptavini.