Skilmálar

1. gr. Almennt

Eftirfarandi skilmálar gilda um kaup á vöru í gegnum vefinn Trimform.is, hér eftir vefverslun, sem rekinn er af Trimformi Berglindar, hér eftir seljandi. Skilmálar skilgreina réttindi og skyldur seljanda annars vegar og kaupanda vöru hins vegar. Skilmálarnir, sem samþykktir eru með staðfestingu á kaupum, eru grunnurinn að viðskiptunum.

2. gr. Verslun og afhending vöru

Með því að framkvæma viðskipti í gegnum vefverslun og staðfesta skilmála þessa með slíkum kaupum, skuldbindur kaupandi sig til kaupa á vöru. Kvittun fyrir kaupum er send með tölvupósti til kaupanda þegar gengið hefur verið frá greiðslu. Við kaup á vöru í gegnum vefverslun er hún bókuð í tölvukerfi seljanda og telst þar með afhent. Á þeim tímapunkti virkjast gildistímaákvæði vörunnar og önnur tímaákvæði sem kunna að vera hluti af eigindum vöru. Kaupandi hefur frá og með kaupum á vöru rétt til að sækja þá þjónustu sem hún veitir honum rétt til á þjónustustað Trimforms Berglindar.

3. gr. Skilafrestur

Kaupandi hefur 14 daga frá afhendingu vöru (sbr. 2 gr.) til að hætta við kaup á vöru að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna.

4. gr. Verð á vörum

Í vefverslun eru auglýst full verð á vörum. Trimform Berglindar áskilur sér rétt til að, fyrirvaralaust, hætta að bjóða upp á eða breyta auglýstum vörum m.t.t. en ekki afmarkað við verð, einingafjölda og gildistíma.
Trimform Berglindar áskilur sér rétt til að hætta við eða gera breytingar á kaupum sem gerð hafa verið á grundvelli rangra upplýsinga sem birtust á vefverslun.
Verð sem auglýst eru í vefverslun geta breyst án fyrirvara. Verð sem auglýst eru í vefverslun gilda í sumum tilfellum eingöngu fyrir vefverslun. Með sama hætti gilda verð sem auglýst eru á þjónustustað Trimforms Berglindar ekki alltaf í vefverslun.

5. gr. Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.