Hvað er Trimform

Hvað er trimform?

Trimform er tækni sem byggir á raförvun.  Sérstakar blöðkur sem festar eru á húð leiða rafboð úr tækinu.  Rafboðin örva taugaenda og valda vöðvasamdrætti.  Trimformtækin eru framleidd í Danmörku og hafa fyrir löngu sannað gildi sitt sem öflug heilsueflingartæki.

Er Trimform líkamsrækt?

Þegar raförvun er notuð til að mynda vöðvasamdrátt verður sams konar vöðvavinna og þegar líkamsrækt er stunduð.  Raförvunartækni er mikið notuð í alls kyns heilsueflingu.  Bæði til að byggja upp vöðvavef, brenna fitu og til að örva blóðflæði.  Við mælum þó með að viðskiptavinir okkar stundi aðra hreyfingu eftir getu t.d. göngu eða sund.