Haraldur Fossan

  • Haraldur Fossan
  • Haraldur Fossan
  • Haraldur Fossan
  • Haraldur Fossan

Opinn karakter sem á auðvelt, með að ná til fólks

Haraldur er 30 ára, æfir undir leiðsögn Benjamíns Þórs og keppir í Sportfitness. Haraldur hefur tvisar áður keppt í Modelfitness hjá WFBB og er núna að keppa á sínu fjórða IFBB móti í Sportfitness.

Í WFBB hefur hann náð góðum árangri; 5. sæti árið 2012 og síðar sama ár 4. sæti á Evrópumeistaramótinu. Í IFBB hefur Haraldur tvisvar lent í öðru sæti. Haraldur er vel stemmdur fyrir Íslandsmótið og segist vera í toppformi, bæði líkamlega og andlega.

Áhugamál Haraldar fyrir utan líkamsrækt eru bílar, tölvur og raftæki, ferðalög og útivist. Þegar slökun er annars vegar er fátt sem toppar það að horfa á góða mynd með konunni.

Í Trimminu hefur Haraldur aðallega verið að vinna í styrkingu á kvið-, bak- og brjóstvöðvum og er ánægður með árangurinn.

Eftir góða æfingu er það næringin sem skiptir öllu máli. Mikilvægt að fá sér hollt og gott að borða og ná góðri hvíld milli æfinga.

Þegar matur er annars vegar komum við ekki að tómum kofanum hjá Haraldi, þar gætir bæði þjóðlegra og alþjóðlegra áhrifa; hangikjöti og flatbökur eru í uppáhaldi, svo klikkar hvítlauksbrauðið hans Hjalta Sig ekki.

Við þökkum Haraldi fyrir gott spjall og hlökkum til að sjá hann í skuggalegu formi á mótinu um páskana.