Eva Björg Daðadóttir

Stundum pínulítið óþolinmóð en mjög ákveðin í því sem hún ætlar sér

Eva Björg 22 ára og keppir fitness.  Þjálfari Evu er Benjamín Þór (Benni).  Hún hefur í gegnum árin keppt í módelfitness og unglingafitness með góðum árangri.  Eva Björg hefur áhuga á hreyfingu, lyftingum útiveru og ferðalögum.  Auk þess er hún mikil félagsvera sem elskar dýr en hún á einmitt tvo yndislega hunda.

Í Trimminu hefur Eva Björg fyrst og fremst einbeitt sér að brennslu- og húðmeðferð.  Hún mælir með því að fólk verðlauni sig eftir góða æfingu með því að fara í sund eða sauna og slaka vel á.  Annars finnst henni best að slappa af með vinum, ættingjum eða hundunum sínum og þá helst að hafa eitthvað skemmtilegt fyrir stafni.  Draumaferðin er til Orlando Florida og uppáhaldsmaturinn er kjúklingur.